Sandfok á Suðurlandi

Spáð er stormi á hálendinu í dag og hvössum vindstrengjum við fjöll sunnanlands auk þess sem búast má við sandfoki víða á sunnanverðu landinu.

Gera má ráð fyrir vindhviðum um 30-35 m/s meira og minna í allan dag s.s. við Lómagnúp og í Öræfasveit.

Sunnanlands verður að auki leiðinda sandfok hér og þar.

Vegir á Suður- og Suðausturlandi eru að mestu greiðfærir.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 2/2013 – Úrslit
Næsta greinAllir framboðslistar í Suðurkjördæmi gildir – einstaklingsframboðin ógild