Samvera til styrktar Hlöðveri og fjölskyldu

Félagsheimilið Staður. Ljósmynd/BIB

Sunnudaginn 8. mars kl. 14:30 verður samvera í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka til styrktar Hlöðveri Þorsteinssyni og fjölskyldu.

Það hefur gengið á ýmsu hjá fjölskyldunni undanfarna mánuði en í byrjun febrúar slasaðist Hlöðver illa þegar hann féll úr stiga og er nú kominn í endurhæfingu á Grensás.

Á samverunni á sunnudaginn verða seldar vöfflur, kaffi og gos. Börn úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri verða með tónlistaratriði og einnig verður uppboð á góðum hlutum sem fyrirtæki hafa gefið til samkomunnar. Má þar nefna ýmiskonar gjafabréf, í gistingu, mat og ýmsa afþreyingu, listaverk, bækur og skartgripi.

Þeir sem vilja hjálpa til geta haft samband við Elínu Birnu í síma 860 7774 eða Sædísi Ósk í síma 862 1868. Það á líka við ef einhver fyrirtæki vilja gefa hluti á uppboðið.

Þeir sem sjá sér fært að að­stoð­a Hlöð­ver og fjöl­skyld­u geta einnig lagt inn á reikn­ing 0123-15-100291, kt. 131273-5419.

Viðburðurinn á Facebook

Fyrri greinÞór gaf eftir í blálokin
Næsta greinVindurinn blæs og báran vaggar