Samstöðumótmæli í ML

Frá samstöðumótmælunum á Laugarvatni í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni gengu út úr skólanum klukkan 11 í morgun til þess að sýna samstöðu með nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð.

Nemendur í MH gengu út á sama tíma til þess að mótmæla aðgerðarleysi skólastjórnenda vegna kynferðisbrotamála sem komið hafa upp innan veggja skólans.

Nemendurnir í ML söfnuðust saman fyrir framan aðalinngang skólans og héldu á lofti skiltum til stuðnings þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Fyrri greinLangþráð strengjamót á Selfossi um helgina
Næsta greinAllar varnir lágu niðri