Samstarfssamningar við björgunarsveitirnar endurnýjaðir

Sigurjón Pétur Guðmundsson, gjaldkeri Björgunarsveitar Biskupstungna, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, Kristinn Bjarnason, formaður Björgunarsveitar Biskupstunga og Helgi Kjartansson, oddviti. Ljósmynd/Bláskógabyggð

Bláskógabyggð hefur undirritað nýja samstarfssamninga við Björgunarsveit Biskupstungna og Björgunarsveitina Ingunni á Laugarvatni.

Samningarnir gilda út árið 2027 og taka til rekstrarstyrks sveitarfélagsins til björgunarsveitanna, framlag til flugeldasýninga, námskeiðahalds og framlags til reksturs fasteigna björgunarsveitanna.

Björgunarsveit Biskupstungna mun áfram annast gæslu í tengslum við Tungnaréttir og Björgunarsveitin Ingunn mun áfram annast lagningu skíðagönguspors á Laugarvatni.

Ásta sveitarstjóri, Magnús Bjarki Snæbjörnsson, formaður Ingunnar og Helgi oddviti. Ljósmynd/Bláskógabyggð
Fyrri greinSætur sigur í Kórnum
Næsta greinLaugdælir/Uppsveitir úr leik í bikarnum