Samstarfið gengur vel

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Árborgar hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir segja samstarfið standa styrkum fótum.

„Af gefnu tilefni vilja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg árétta að samstarfið gengur vel. Nú þegar hefur skuldasöfnun verið stöðvuð og afkoma sveitarfélagsins batnað til hins betra.

Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir lækkun fasteignaskatts fyrir árið 2012 og áfram verður unnið að því að lágmarka álögur á íbúa. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk yfir 50% atkvæða í kosningunum 2010 og mun áfram vinna í því umboði með hagsmuni íbúa sveitarfélagsins að leiðarljósi,” segir í fréttatilkynningu sem Ari Björn Thorarensen, Elfa Dögg Þórðardóttir, Eyþór Arnalds, Gunnar Egilsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúar D-listans í Árborg skrifa undir.

Fyrri greinTíu laxar í opnunni
Næsta greinInnbrotsþjófar ollu miklum skemmdum