Samstaða um kaup og kjör sveitarstjóra

Oddviti meirihlutans og oddviti minnihlutans í sveitarstjórn Rangárþings ytra sem fengu það hlutverk að yfirfara launakjör Ágúst Sigurðssonar, sveitarstjóra, hafa komist að þeirri niðurstöðu að heildarlaun hans skulu vera þingfarakaup með 55 prósent álagi.

Auk þess fær hann laun fyrir setu í sveitarstjórn sem kjöriinn fulltrúi.

Einnig mun sveitarfélagið leggja Ágústi til bifreið og um leið verður akstursstyrki til hans hætt.

Niðurstaða oddvitana hefur verið samþykkt í sveitarstjórn.

Fyrri greinStjórn HSK mótmælir flutningi íþróttanáms frá Laugarvatni
Næsta greinNý aðstaða við Seljalandsfoss í skipulagsferli