Samrekstri skóla hætt

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að hætta samrekstri skólanna í hreppnum frá og með næsta skólaári. Um er að ræða grunn-, leik- og tónskóladeildir Víkurskóla og verða þeir frá þeim tíma reknir sem þrír sjálfstæðir skólar.

„Sveitarstjórn leggur áherslu á að vandað verði til þessara breytinga eins og kostur og þær vandlega kynntar innan skólasamfélagsins, bæði hvað varðar breytingar á starfsmannahaldi og skipulagningu á skólastarfinu sem og auglýsingum eftir nýjum starfsmönnum. Lögð er áhersla á að áfram verði eins og kostur er nýttir þeir möguleikar til hagræðingar í rekstri skólanna sem felast í því að þeir eru allir reknir undir sama þaki,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Boðað verður til íbúafundar á næstunni þar sem þessi ákvörðun verði kynnt frekar.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Erlendir ferðamenn á pinnanum
Næsta greinPétur Már bikarmeistari í kúluvarpi og sex HSK met sett