Samráðsfundur um sjálfbæra þróun

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opins samráðsfundar á Selfossi þriðjudaginn 25. apríl um sjálfbæra þróun á Íslandi.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi kl. 16:00.

Á fundinum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Kynnt verða drög að grænbók sem er fyrsta skrefið í mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, opnar fundinn áður en Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun hjá HI og Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi Sjálfbærs Íslands, flytja erindi Að þeim loknum verður fundargestum skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni og mun forsætisráðherra taka þátt í umræðuhópunum.

Fundurinn á Selfossi er hluti af fundaröð um allt land en þriðjudaginn 4. maí kl. 14:00 verður síðan fjarfundur fyrir allt landið í beinu streymi.

Fyrri greinHamar í úrslit þriðja árið í röð
Næsta greinAfmælishátíð Konubókarstofu um helgina