Samningurinn rennur út um áramót

Samningur Vegagerðarinnar og hafnarinnar í Þorlákshöfn, vegna Herjólfs, rennur út um næstu áramót

Að sögn Indriða Kristinssonar, hafnarstjóra í Þorklákshöfn, hafa engar viðræður átt sér stað en sem komið er en hann sagðist aðspurður halda að samningurinn yrði endurnýjaður.

Sem kunnugt er hafa siglingar Herjólfs til Þorlákshafnar orðið tíðari en gert var ráð fyrir við opnun Landeyjahafnar. Þannig sigldi Herjólfur nánast eingöngu til Þorlákshafnar í síðasta mánuði. Hann mun einnig sigla til Þorlákshafnar í dag, mánudag.

Að sögn Indriða kostar það höfnina nokkuð að halda allri aðstöðu tilbúnni og ábyrgjast þjónustu þegar ferjan kemur.

Fyrri greinFlautukarfa Bjarna tryggði sigurinn
Næsta grein96% orkunnar flutt burt