Samningur um vegagerð í Hellisskógi

Sveitarfélagið Árborg og Skógræktarfélag Selfoss hafa gert samkomulag um vegagerð í Hellisskógi.

Á næstu tveimur árum mun Árborg leggja til eina milljón hvort ár til framkvæmda við vegagerð innan skógarins og sér Skógræktarfélagið um framkvæmdir við veglagninguna.

Unnið verður eftir skipulagi fyrir svæðið.

Samningur þessa efnis var undirritaður á dögunum af Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar og Björgvini Eggertssyni, formanni Skógræktarfélagsins.