Samningur um fjallkonuna festur í sessi

Sveitarfélagið Árborg og Kvenfélag Selfoss skrifuðu í síðustu viku undir þjónustusamning sem kveður á um aðkomu kvenfélags Selfoss að 17. júní hátíðarhöldunum á Selfossi.

Kvenfélag Selfoss hefur í fjöldamörg ár séð um skipulag og framkvæmd fjallkonunnar á 17. júní og með samningnum er sú þjónusta fest formlega milli félagsins og sveitarfélagsins.

Ásta Stefánsdóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins og er á myndinni sem fylgir þessari frétt ásamt fulltrúum Kvenfélags Selfoss sem eru Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir.

Fyrri greinSelfoss fékk skell – Hanna komin út á gólfið
Næsta greinEinn fluttur með þyrlu á Landspítalann