Samningur um Þuríðargarð undirritaður

Um síðustu helgi var undirritaður samningur á milli Stokkseyringafélagsins og Sveitarfélagsins Árborgar um rekstur Þuríðargarðs á Stokkseyri, sem félagið hefur tekið að sér að sjá um.

Um er að ræða skrúðgarð á Ranakotstúninu þar sem Þuríður Einarsdóttir var fædd.

Það voru Ásta Stefánsdóttir, frá Grund, framkvæmdstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Siggeir Ingólfsson, frá Syðra-Seli, formaður Stokkseyringafélagsins sem undirrituðu samninginn í nýja barnaskólanum á Stokkseyri.

Fyrri greinEnn lokað fyrir umferð upp að Fimmvörðuhálsi
Næsta greinMatarsmiðjan á Flúðum opnuð