Samningi við Hreint sagt upp

„Það urðu stjórnendaskipti í grunnskólanum í haust. Fyrri stjórnendur höfðu valið þann kost að útvista verkefninu en núverandi stjórnandi óskar eftir að fá að breyta fyrirkomulaginu og ráða skólaliða sem sinna þá fleiri störfum en ræstingu,“ segir Eydís Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.

Samningi við ræstingarfyrirtækið Hreint ehf. hefur verið sagt upp og er hugmyndin að ráða tvo skólaliða sem taka til starfa þegar Hreint hættir störfum.

„Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel víða annarsstaðar. Við höfum áfram þann möguleika að fá ræstingafyrirtækið til þess að klára þennan vetur ef ekki tekst að manna verkefnið með nýju fyrirkomulagi,“ sagði Eydís ennfremur.

Fyrri greinHamar tapaði gegn toppliðinu
Næsta greinGekk berserksgang í Ölfusinu