Samningar undirritaðir vegna Landsmóts 2020

Síðastliðinn föstudag voru undirritaðir samningar vegna Landsmóts hestamanna 2020 á Rangárbökkum.

Það eru öll hestamannafélögin á Suðurlandi, frá Lómagnúpi að Hellisheiði, sem standa að samningnum og mættu fulltrúar þeirra allra til undirskriftarinnar.

Síðasta landsmótið sem haldið var á Gaddstaðaflötum var árið 2014, en næsta landsmót verður í Reykjavík 2018.

Á myndinni sem fylgir fréttinni eru (aftari röð f.v.) Hafþór Þorvaldsson fulltrúi Ljúfs, Guðmundur Birkir Þorkelsson fulltrúi Trausta, Gísli Guðjónsson fulltrúi Sleipnis, Ingvar Hjálmarsson fulltrúi Smára, Katrín Stefánsdóttir fulltrúi Háfeta, Freydís Örlygsdóttir fulltrúi Loga, Ólafur Þórisson fulltrúi Geysis, Vilborg Smáradóttir fulltrúi Sindra, Kristín Ásgeirsdóttir fulltrúi Kóps, Egill Sigurðsson oddviti Ásahrepps og Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti Rangárþings ytra. (Fremri röð f.v.) Helga Ragna Pálsdóttir varaformaður Rangárbakka, Kristinn Guðnason formaður Rangárbakka, Lárus Ástmar Hannesson formaður Landsambands hestamanna, Jóna Dís Bragadóttir varaformaður LH og Gunnar Eiríksson stjórnarmaður Landsmóts ehf.

Fyrri greinMaría Huld Markan í sviðsljósinu
Næsta grein„Þetta gefur manni tilefni til að fagna“