Samkomulag um varnargarða

Landgræðslan og Vegagerðin hafa gert samkomulag um skiptingu ábyrgðar og kostnaðar vegna varnargarða og annarra varnarmannvirkja í Markarfljóti, Krossá og ám undir Eyjafjöllum.

Meginregla samkomulagsins er að varnarmannvirki sem eiga að verja vegi og önnur umferðarmannvirki beri Vegagerðin alla ábyrgð og allan kostnað af byggingu og viðhaldi varnarmannvirkja, en þar sem varnarmannvirki hafa verið gerð til að vernda gróður, land eða mannvirki beri Landgræðslan alla ábyrgð og allan kostnað af byggingu og viðhaldi þeirra.

Þar sem varnarmannvirki hafa verið gerð í þeim tilgangi að verja umferðarmannvirki og jafnframt gróður, land eða önnur mannvirki, munu samkomulagsaðilar bera sameiginlega kostnað af byggingu og viðhaldi þeirra í hlutföllum sem aðilar verða sáttir um í hverju tilviki fyrir sig.

Fyrri greinEnglar undir stiganum
Næsta greinÁ fornum slóðum og nýjum í Bókakaffinu