Samkaup innkalla tortillaflögur

Samkaup hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu á Santa Maria Organic Crospy Corn Tortilla Chips Salted og innkallað vöruna frá neytendum sem keyptu hana í Nettó eða Kjörbúðinni.

Ástæða innköllunar eru aðskotaefni, svokölluð trópanbeiskjuefni (atrópín og skópalamín), sem hafa greinst yfir mörkum eins og þau eru skilgreind eru í reglugerð. Matvæli sem innihalda magn aðskotaefna yfir mörkum eru ekki örugg til neyslu.

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Fyrri greinÞjótandi bauð lægst í jarðvinnu hreinsistöðvarinnar
Næsta greinÞorsteinn Aron kominn heim