Samið við Selásbyggingar um skrifstofubyggingu UTU

Helgi Kjartansson, oddviti, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, Hákon Páll Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Selásbygginga ehf og Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs. Ljósmynd/Aðsend

Verksamningur Selásbygginga ehf við Bláskógabyggð vegna byggingar skrifstofuhúsnæðis fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita á Laugarvatni hefur verið undirritaður.

Tilboð Selásbygginga í verkið nam 183,9 milljónum króna og eru verklok áætluð 1. mars á næsta ári. Undir UTU heyrir skipulags- og byggingarfulltrúaembætti sem sveitarfélögin Bláskógabyggð, Flóahreppur, Ásahreppur, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur standa saman að.

Húsið verður reist við Hverabraut á lóð númer sex, en á því svæði er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði, auk þess sem heimilt er að hafa íbúðir á efri hæðum.

Fyrri greinÉg geri rugl góða eðlu
Næsta greinKjartan kveður og Grímur tekur við