Sami aðili átti báða Jókervinningana

Tveir miðar voru með allar tölur réttar í Jókernum, þegar dregið var í laugardagslottóinu þann 16. júní síðastliðinn. Annar miðinn var keyptur í Skeljungi í Hveragerði en hinn í N1 á Selfossi.

Það sem er merkilegast við þessa miða er að sami aðili keypti báða miðana, fyrst í Hveragerði og svo skrapp hann á Selfoss og keypti annan miða þar, bara til að vera viss.

Vinningshafinn fékk því samtals 4 milljónir króna. Hann notar alltaf sömu Jókertölurnar sem reyndust honum svona glimrandi vel í þetta skiptið.