Samið við Landstólpa um byggingu umhleðsluhúss

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. hefur samið við Landstólpa ehf. um byggingu á móttöku- og umhleðsluhúsi á Strönd. Verksamningurinn var undirritaður í síðustu viku.

Alls bárust níu tilboð í verkið frá fjórum verktökum en tilboðin voru opnuð í lok nóvember í fyrra.

Landstólpi átti lægsta tilboðið, upp á 100.866.860 kr. en kostnaðaráætlun Mannvits hljóðaði upp á 125 milljónir króna.

Fyrri greinFSu úr leik í Gettu betur
Næsta greinViðhorfskönnun um gjaldtöku á ferðamannastöðum