Samið um seyrulosun

Hreinsitækni ehf. bauð lægst í sameiginlegt útboð Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps á seyrulosun til næstu þriggja ára.

Kostnaðaráætlun var kr. 73.377.409 en tilboð Hreinsitækni ehf. hljóðaði upp á kr. 68.082.000. Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands ehf., sem hefur séð um seyrulosun til þessa, bauð kr. 76.252.200 en hæsta tilboðið kom frá Bólholti ehf. sem bauð kr. 136.891.280.

Hörður Óli Guðmundsson, varaoddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, segir að ákveðið hafi verið að taka tilboði lægstbjóðanda. Sveitarfélögin séu ákaflega ánægð með samstarfið vegna seyrulosunarinnar og þau telji sig njóta hagræðis af því.

Fyrri greinTelja trygga bankaábyrgð fyrir greiðslu
Næsta greinÞrír úr Höfninni á NM