Samið til fimm ára

Samningsdrög að langtímasamningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Heilsustofnunar NLFÍ liggja fyrir og gera þau ráð fyrir að samið verði til fimm ára.

Að sögn Inga Þórs Jónssonar, markaðsstjóra og stjórnarmanns HNLFÍ, eru menn jákvæðir báðu megin borðsins gagnvart þeim drögum sem liggja fyrir.

Samningaviðræður hafa staðið yfir í marga mánuði og því er það verulegur áfangi ef samningur næst.

Í október var gengið frá bráðabirgðasamningi sem átti að gilda þar til nýr þjónustusamningur yrði undirritaður.

Fyrri greinDagný kosin Sunnlendingur ársins
Næsta greinGleðilegt nýtt ár!