Samið um framkvæmdir við Krakkaborg

Í dag var gengið frá samningi um framkvæmdir við leikskólann Krakkaborg í Þingborg í Flóahreppi sem felast í endurbótum og viðbyggingu við leikskólann.

Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps og Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERK ehf, skrifuðu undir samninginn. Áætlað er að kostnaður vegna framkvæmda nemi um 131.700.000 kr með virðisaukaskatti.

Verkinu á að vera lokið 19. desember næstkomandi og reiknað er með að starfsemi leikskólans geti hafist í endurbættu og nýju húsi um næstu áramót.