Samið um akstursþjónustu

Sveitarfélagið Árborg og Guðmundur Tyrfingsson ehf hafa gert með sér samning um akstursþjónustu.

Samningurinn snýr að ferðaþjónustu fatlaðra og notendum dagdvalar aldraðra, auk tilfallandi aksturs fyrir skóla, leikskóla og félagsmiðstöð.

Samningurinn tekur gildi um áramót og er gerður í framhaldi af útboði á akstri fyrir sveitarfélagið sem fór fram í haust.