Samfylkingin eyddi mestu í kosningabaráttunni

Kosningabarátta Samfylkingarinnar var dýrust hjá framboðunum fjórum í Árborg. Sjálfstæðisflokkurinn safnaði hæstu styrkjunum.

Upplýsingar um kostnað og styrki framboðanna fjögurra voru lagðar fram á síðasta bæjarráðsfundi. Kostnaðurinn var mestur hjá Samfylkingunni, 1.692.588 krónur en skammt þar á eftir kom Sjálfstæðisflokkurinn með 1.669.480 krónur. Sjálfstæðismenn höfðu mestar tekjur af framboði sínu, 1.542.437 krónur en Samfylkingin var með 1.061.542 krónur í tekjur.

Kostnaður Framsóknarfélags Árborgar var 1.012.120 krónur og tekjurnar 823 þúsund. Kostnaður Vinstri grænna var tæp 751 þúsund krónur og tekjurnar 532 þúsund.

Fyrri greinHvernig verður góð stjórnarskrá til?
Næsta greinAukið eftirlit með skólplosun