Samfylkingin býður fram í Ölfusinu

Þorlákshöfn. Ljósmynd/Baldvin Agnar Hrafnsson

Íbúalistinn í Ölfusi mun bjóða fram lista undir nafni Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Þetta kemur fram í aðsendri grein frá Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar og fyrrum oddvita Íbúalistans, á sunnlenska.is í dag.

„Um land allt er ótrúlega öflugt Samfylkingarfólk farið af stað og víða er mikill hugur í fólki. Það sama má segja um okkur í Ölfusi og ætlum við sem stöndum að Íbúalistanum að bjóða fram lista í nafni Samfylkingarinnar í samstarfi við fólk úr öðrum flokkum og óháðum,“ segir Ása Berglind í greininni en Samfylkingin mun standa fyrir opnum fundi í Þorlákshöfn í næstu viku þar sem áhugasamir frambjóðendur geta gefið sig fram.

Íbúalistinn fékk einn fulltrúa kjörinn í sveitarstjórnarkosningunum 2022.

Fyrri greinÞrettándagleði á Selfossi
Næsta greinSamfylkingin stærst í Suðurkjördæmi