Samfellt haf við Hrífunes

Svo mikið er hafið eftir hlaupið í Eldvatni að þjónustuhúsið á tjaldstæðinu fyrir neðan Hrífunes í Skaftártungu virðist á floti.

Þarna koma Eldvatn og Tungufljót saman og í gær var yfir að líta eins og eitt samfellt haf. Ekki þarf að taka það fram að hvergi var tjald að finna þarna. Síðdegis í gær var að myndast mikið vatn með veginum í Eldhrauni.

Rennsli í Skaftá við Sveinstind er nú komið niðurfyrir 600 m3/s en fór mest í rúmlega 1.370 m3/m á mánudag. Hlaupið úr vestari katlinum hafði staðið í rúma sjö daga þegar hlaup hófst úr þeim eystri sem er stærri á sunnudag. Þá voru liðnir 20 mánuðir síðan hljóp úr honum.

Við hlaupvatnið bætist grunnrennsli sem fyrir er í ánni og í þetta sinn var hlaupi frá vestari katlinum ekki lokið. Hámarksrennslið við Sveinstind telst til þess mesta sem orðið hefur þar síðan mælingar hófust. Samanlagt vatnsmagn úr báðum kötlum jafnast á við stór hlaup úr þeim eystri.

Fyrri greinÞrír garðar verðlaunaðir
Næsta greinÚtitónleikarnir færðir til Reykjavíkur