Sameiningarumræðan heldur áfram

Flogið yfir Grímsnesið. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

„Nei, við höfum ekki gefist upp á sameiningarumræðunni, enda þarf hún sífellt að vera uppi við,“ segir Gunnar Þorgeirsson, oddviti í Grímsnes- og Grafningshreppi um viðræður um frekari sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu.

Málið hefur verið tekið fyrir víðast hvar innan sveitarfélaga en ákvörðun meirihluta sveitarstjórnarmanna í Bláskógabyggð um að taka ekki þátt í slíkum viðræðum varð til þess að málið hefur legið niðri um nokkra hríð.

„Það er fyrirhugað að hittast og ræða málin síðar í haust,“ segir Gunnar.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu