Sameinast um starfsmann

Rangárþing eystra og íþróttafélögin KFR og Dímon hafa komist að samkomulagi um að ráða starfsmann í fullt starf.

Verður hann ráðinn sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í hálft starf á vegum sveitarfélagsins. Starfið verður auglýst fljótlega.

Starfið er endurvakið en að þessu sinni með þátttöku íþróttafélaganna, sem deila með sér helmingnum af launakostnaðinum á móti sveitarfélaginu.

„Þessum starfsmanni verður meðal annars ætlað að markaðssetja íþróttamannvirki, sjá um forvarnarstarf og fleira þessháttar,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri.

Fyrri greinKosið á ný í hverfisráð
Næsta greinTveir slösuðust í bílveltu