Sameiginlegar reglur um úthlutun húsnæðis

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt fyrir sitt leyti að félagsmálanefnd sjái um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis í sveitarfélögum Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.

Sótt verður um húsnæði til félagsþjónustunnar sem metur stöðu umsækjenda og gerir tillögu um úthlutun til félagsmálanefndarinnar. Sveitarstjórnin telur þó rétt að móta stefnu um framboð félagslegs leiguhúsnæðis innan samsstarfssveitarfélaganna sem staðfest skuli af sveitarstjórnum.

Fól sveitarstjórnin Gunnsteini R. Ómarssyni og Margréti Ýrr Sigurgeirsdóttur fyrir hönd sveitarfélagsins að móta stefnu um framboð félagslegra leiguíbúða í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og stofnanir.