Sala sumarblóma mjög léleg

Garðplöntuframleiðendur segja afurðasölu þetta árið vera fádæma lélega um allt land.

Vernharður Gunnarsson, formaður Félags garðplöntuframleiðenda, segir að hingað til hafi aðalsölutími garðplantna verið frá miðjum maí fram í miðjan júní.

„Nú fór salan ekki almennilega í gang fyrr en um miðjan júní. Þegar kominn er júlí fer fólk að huga að öðru, sumarfríum og fleira,“ segir Vernharður og salan hafi því aldrei náð neinu skriði.

Til að bæta gráu ofan á svart tóki við miklir þurrkar til að torvelda upptöku og flutning plantnanna.

Undanfarið hafa garðplöntuframleiðendur treyst mikið á sölu til almennings eftir að sveitarfélög og einkafyrirtæki drógu úr framkvæmdum og því hefur slæmt árferði nú verið þeim reiðarslag.

Fyrri greinÞjálfarinn hrósar Guðmundi Árna
Næsta greinGeysir skvettir úr sér