Sala eins og fyrir hrun

Fasteignasala hefur verið lífleg í Hveragerði síðan í sumarbyrjun og Soffía Theodórsdóttir, fasteignasali hjá Byr fasteignasölu í Hveragerði, segir að helst megi líkja ástandinu eins og það var fyrir bankahrun.

„Það liggur við að maður segir að þetta sé búið að vera svona 2007 ástand en staðreyndin er sú að við höfum varla annað eftirspurn undanfarnar vikur,” sagði Soffía.

Aðspurð um skýringar segir Soffía að svo virðist sem það sé farið að þrengja að fólki í Reykjavík og margir horfi þá til Hveragerðis. Soffía sagði að þetta væri mikið af fjölskyldufólki sem væri að flytja sig úr fjölbýli í einbýli og talsvert væri af heppilegu húsnæði í Hveragerði á lausu.

Fyrri greinBlæs byrlega fyrir vindmyllum í Þykkvabæ
Næsta greinArnon bauð lægst í jarðvinnu