Sagaði í handlegginn á sér

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vinnu­slys varð í Rangárþingi ytra í morgun þegar maður slasaðist við smíðavinnu í sum­ar­bú­staðarlandi við Minna-Hof.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn að saga með borðsög þegar hann sagaði í upphandlegginn á sér. Mik­il blæðing var frá sár­inu og var maður­inn flutt­ur með sjúkra­bíl á bráðamót­töku.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Fyrri greinMyndlistarnemar sýna í Listagjánni
Næsta greinBjörgvin Þ. sendir frá sér nýjan disk