Saga ráðin tímabundið til Rangárþings ytra

Saga Sigurðardóttir hefur verið ráðin tímabundið í starf markaðs- og kynningarfulltrúa Rangárþings ytra frá 1. janúar næstkomandi.

Eiríkur V. Sigurðsson hefur fengið launalaust leyfi frá 1. janúar til 1. september 2020.

Alls sótti 21 um starfið.

Saga er með BA í ensku og ferðamálafræði og hefur nýverið lokið meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur síðustu ár starfað hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og er búsett á Hvolsvelli ásamt fjölskyldu sinni.

Fyrri greinÖskursyngur með Bonnie Tyler
Næsta greinGæsahúð frá Palla og Stuðlabandinu