Sagaði sig í lærið með keðjusög

Karlmaður í Hveragerði slasaðist á fæti í vikunni er keðjusög sem hann var að vinna með fór í læri hans.

Maðurinn hafði verið að saga tré í garði og að sögn vitna var hann á gangi milli trjá með sögina í gangi niður með fætinum.

Sögin fór utan í buxur mannsins og í læri hans. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landspítala til aðhlynningar.