Sagðist eiga týnt seðlaveski

Maður tapaði seðlaveski sínu fyrir utan Samkaup á Selfossi í síðustu viku. Annar sem fann veskið skilaði því inn í verslunina.

Skömmu síðar kom inn þriðji maðurinn og sagðist sá hafa tapað veski fyrir utan búðina. Honum var afhent veskið en síðar kom í ljós að hann átti það ekki.

Lögreglan veit hver svikarinn er og málið er í rannsókn.

Fyrri greinSofnaði og missti af veginum
Næsta greinInnbrotsþjófur setti þvottavél á hliðina