Safna undirskriftum til að mótmæla skertum opnunartíma

Á íbúavef Rangárþings eystra er nú safnað undirskriftum til að mótmæla þeim breytingum sem orðið hafa á opnunartíma heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli.

Listinn verður afhentur Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, á íbúafundi næstkomandi mánudag, 11. janúar kl. 17:00.

Þar verður framtíð heilsugæslustöðvarinnar rædd en á fundinum verða forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt fulltrúum sveitarstjórnar Rangárþings eystra.

Tilefnið er sú ákvörðun að fækka þeim dögum sem heilsugæslan er opin, niður í þrjá daga á viku. Gerðist það í kjölfar lokunar stöðvarinnar í sumar.

Þegar þetta er ritað hafa 58 manns skrifað undir mótmælin en hægt er að nálgast listann hér.

Fyrri greinNat-vélin í úrvalsliðinu
Næsta greinBárður fékk háttvísibikarinn