Safna fyrir fjölskyldu Alexandru

Vinnufélagar Alexandru Bejinaru, sem lést í bílslysi á Biskupstungnabraut fyrr í aprílmánuði, standa nú fyrir söfnun til styrktar fjölskyldu hans.

Alexandru vann á gistiheimilinu Frost og funa í Hveragerði ásamt unnustu sinni.

Elfa Dögg Þórðardóttir, eigandi Frosts og funa, segir að slysið hafi verið fjölskyldu og vinum hans mjög þungbært. Nú bætist við mikill kostnaður vegna andláts hans og lendir sá kostnaður mestmegnis á fjölskyldu hans í Rúmeníu, en lík Alexandru hefur verið flutt þangað.

Starfsfólk Frosts og funa hefur því hafið söfnun þeim til styrktar með von um að geta létt lítið eitt undir með fjölskyldunni.

Stofnaður hefur verið reikningur í nafni F&F hótels sem mun sjá um millifærslur til fjölskyldunnar.

Reikningsnúmerið er 0586-14-403010. Kt. 690708-0940.

Margt smátt gerir eitt stórt.

Fyrri greinLitaði Strokk bleikan
Næsta greinStyðja Suzuki kennslu