Safaspæta fannst við Apavatn

Fuglaáhugamenn hafa á síðustu vikum leitað að spætu við Apavatn en ummerki eftir hana hafa sést á trjástofnum á svæðinu síðan snemma í sumar.

Í gær sást loksins í fyrsta skipti til spætunnar og var þá staðfest að um safaspætu (l. Sphyrapicus varius) sé að ræða.

Þetta er í þriðja skiptið sem safaspæta finnst á Íslandi. Sú fyrsta fannst dauð á suðausturlandi árið 1961 og það var síðan ekki fyrr en árið 2007 að safaspæta sást á Selfossi, og vakti hún mikla athygli fuglaáhugamanna.

Fuglinn er varpfugl í Norður-Ameríku en þetta er í sjötta sinn sem hann finnst í Evrópu.

Þetta kemur fram á heimasíðu Arnar Óskarssonar þar sem sjá má fleiri myndir af spætunni.

Fyrri greinAlvarlegt umferðarslys austan við Kúðafljót
Næsta greinSelfyssingar semja við Kiepulski