Sæta nálgunarbanni vegna heimilisofbeldis

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tvö heimilisofbeldismál komu upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi um síðustu helgi, annað í Rangárþingi en hitt í Árnessýslu.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi segir að sitthvorum aðilanum hafi verið brottvísað af heimilunum og sæta þeir nú nálgunarbanni.

Fyrri greinBrekkan brött gegn meisturunum
Næsta greinStrandheimar fá sjötta Grænfánann