Sækja slasaða stúlku við Þingvallavatn

Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir í Grímsnesi og frá Laugarvatni eru nú á leið til aðstoðar göngufólki sem var í göngu ekki langt frá Þingvallavatni en stúlka í hópnum slasaði sig og getur ekki haldið áfram för.

Ekki er talið að um alvarlega áverka sé að ræða en svæðið er erfitt yfirferðar og þarf að bera stúlkuna allnokkra vegalengd niður að vegi þar sem sjúkrabíll mun bíða.