Sækja slasaða konu í Reykjadal

Björgunarsveitarmenn á ferðinni í Reykjadal. Mynd úr safni. Ljósmynd/HSSH
Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út nú síðdegis eftir að tilkynning barst um konu sem hafði slasað sig í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði.
Ekki er talið að konan sé alvarlega slösuð en hún getur þó ekki gengið.
Tveir hópar björgunarmanna eru nú á leið á staðinn og munu flytja konuna niður að sjúkrabíl sem flytur hana á spítala.
Fyrri greinHljómlistarfélagið heldur Sölvakvöld í 25. sinn
Næsta greinÞórsarar eltu allan leikinn