Kona sem rekur farfuglaheimili á Selfossi sá á dögunum við erlendum svikahröppum sem gerðu tilraun til að svíkja 400 þúsund krónur út úr farfuglaheimilinu.
Tildrög málsins voru þau að pöntun barst erlendis frá um gistingu fyrir hóp fólks. Í kjölfarið hafði konan samband við farfuglasamtök í Kanada til að kanna málið frekar.
Þar fékk hún þær upplýsingar að þetta væri þekkt aðferð fjársvikara til að komast yfir peninga. Aðferðin felst í því að panta gistingu og borga með stolnu kreditkorti. Upphæðin færist á gististaðinn og að því loknu hættir svikarinn við pöntunina og fær upphæðina endurgreidda og gististaðurinn situr uppi með tapið.
Vegna fyrirhyggju konunar varð ekki úr þessum viðskiptum og svikarinn hafði ekki árangur sem erfiði.
Lögreglan á Selfossi segir fulla ástæðu til að vara við fjársvikamönnum sem þessum.