Sá ekki skiltin í fallegu útsýni

Annan daginn í röð sóttu liðsmenn Björgunarfélagsins Eyvindar í Hrunamannahreppi fastan bíl upp á Kjalveg en vegurinn er lokaður fyrir allri umferð.

Í þetta skiptið voru á ferðinni erlendir ferðamenn á jeppling sem sat pikkfastur í drullu á afleggjaranum inn að skálanum í Hvítárnesi.

Annáluð náttúrufegurð uppsveitanna varð þessum ökumanni að falli en hann viðurkenndi að hafa ekið framhjá lokunarskiltum við veginn án þess að hafa tekið eftir þeim, vegna þess að hann hafði verið að dást að útsýninu.

Fyrri greinVeglokun í friðlandinu virt að vettugi
Næsta greinDímon vann báða flokka