Sáð í ösku við Holtsós

Síðustu daga hafa starfsmenn Landgræðslu ríkisins unnið að sáningu í gosefni við Holtsá undir Eyjafjöllum.

Um er að ræða sáningu í uppmokstur á gosefnum og er tilgangur hennar að hefta áfok yfir þjóðveg eitt.

Einnig er jarðvegsbindiefni dreift yfir svæðið til þess að áfok yfir þjóðveginn verði sem minnst.

Frá þessu er greint á vef Landgræðslunnar en verkefnið er unnið í samstarfi við Vegagerð ríkisins.