Sækja slasaðan mótorhjólamann

Flugbjörgunarsveitin Hellu var kölluð út á ellefta tímanum í morgun þegar tilkynning barst um slasaðan mótorhjólamann á veginum milli Landmannalauga og Eldgjár.

Maðurinn, sem var á ferð með hópi hjólamanna, féll af hjóli sínu og er talið að hann sé bæði handleggs- og fótbrotinn.

Sjúkrabíll frá Hvolsvelli var einnig sendur á staðinn og er talið að björgunarlið verði komið að hinum slasaða um klukkan 13:00 í dag.

Fyrri greinHSK í 4. sæti eftir fyrri daginn
Næsta greinVarað við hlaupvatni og eiturgufum