Sækja skíðamenn á jökul

Björgunarsveitarmenn úr Kyndli á Kirkjubæjarklaustri eru nú á leið á Öræfajökul til að aðstoða þrjá gönguskíðamenn sem þar eru staddir.

Mennirnir hafast við í tjöldum og hafa óskað eftir því að verða sóttir. Að sögn lögreglu eru þeir vel búnir en hvasst er á jöklinum og erfitt að ferðast. Nákvæmlega er vitað hvar mennirnir eru staddir. Að sögn lögreglunnar verður reynt að nálgast mennina á vélsleðum og snjóbíl.

Stjórnstöð leitarinnar er á Höfn en björgunarsveitin þar hefur einnig verið kölluð til að aðstoða mennina.

Fyrri greinBrenna meðan beðið er
Næsta greinHamarsmenn fallnir í 1. deild