Sævar Þór ráðinn skólastjóri

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Sævar Þór Helgason sem skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði (GíH) til þriggja ára.

Sævar Þór hefur verið kennari við GíH um árabil en jafnframt gegnt þar stöðum deildarstjóra, stigstjóra og nú síðast aðstoðarskólastjóra við skólann. Sævar er grunnskólakennari að mennt með meistaragráðu i stjórnun menntastofnana.

Á fundi bæjarstjórnar var Sævari Þór óskað velfarnaðar í nýju starfi um leið og Fanneyju Ásgeirsdóttur, fráfarandi skólastjóra, voru þökkuð góð störf í þágu barna og ungmenna í Hveragerði.