Sæmundur bauð langlægst í Hamarshöllina

Trésmiðja Sæmundar í Þorlákshöfn átti lang lægsta tilboðið í undirstöður og frágang á Hamarshöllinni í Hveragerði en tilboð voru opnuð í dag.

Tilboð Sæmundar hljóðar upp á 103,8 milljónir króna sem er 83,4% af kostnaðaráætlun verkfræðistofunnar Verkís, en hún var rúmar 124,5 milljónir króna.

Alls bárust nítján tilboð í verkið en næst lægstu tilboðin áttu Íslenskir aðalverktakar og Jáverk sem bæði buðu rúmar 114,4 milljónir króna. Hæsta tilboðið áttu Tork verktakar ehf., 160.272.275 kr.

Ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið mun liggja fyrir á næstu dögum.