Sækja skíðamenn á Vatnajökul

Grímsvötn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. Voru þeir þá staddir um 35 km inn á Vatnajökli, beint ofan Skálafellsjökuls.

Veðrið á jökli er afar slæmt og m.a. er tjald mannanna fokið frá þeim.

Björgunarsveitir af öllu Austurlandi, þ.e. frá Höfn að Vopnafirði er nú á leið á jökul en sökum veðurs er ekki hægt að senda vélsleða á svæðið.

UPPFÆRT KL. 10:33

Fyrri greinBúið að opna Heiðina
Næsta greinVilja Ölfusingar sameinast Hveragerði, Árborg eða Grindavík?