Sækja örmagna Spánverja

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli er nú leið uppá Fjallabak að sækja fimm spænska göngumenn.

Þeir voru að ganga Laugaveginn og eru staddir á milli Emstra og Álftavatns. Svo virðist sem einn eða fleiri hafi gefist upp og þeir óskuðu því eftir aðstoð.

Reikna má með að björgunarsveitarmenn komi til byggða milli 3 og 4 í nótt.

Fyrri greinMæðgur í sjálfheldu
Næsta greinFrábær viðbrögð við fallegri verslun